Ástarkaka frá MS í tilefni af konudeginum
Á konudaginn er tilvalið að gefa eftirlætinu sínu konudags ástarköku og dekra við hana. Í tilefni konudagsins 24.febrúar næstkomandi býður MS nú upp á ljúffenga konudags ostaköku með jarðarberjum sem fáanleg er í öllum helstu verslunum. Ostakökurnar frá MS hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin ásamt því að árstíðarvörurnar okkar hafa hlotið góðar viðtökur meðal neytenda og fannst okkur því vel við hæfi að bjóða upp á sérstaka ostaköku í tilefni konudagsins segir Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri hjá MS sem hvetur karlpeninginn til að næla sér í eintak í næstu verslun.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.