Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október 2017
Beinvernd fagnar um þessar mundir tuttugu ára afmæli félagsins og er 20. október hápunktur afmælisársins, sem einkennst hefur af öflugri starfsemi. Málefni félagsins er nú sem fyrr mikilvægt því beinþynning er algengur sjúkdómur sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum. Beinvernd stendur fyrir ráðstefnunni „Betra er heilt en vel gróið“, föstudaginn 20. október, í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins. Ráðstefnan fer fram í Blásölum á 7. hæð Landspítalans í Fossvogi og gefst ráðstefnugestum kostur á að fá sér kalkríka hressingu á 5. hæð spítalans fyrir fram Bæklunarskurðdeildina og skoða tæki og tól sem notuð eru í bæklunarskurðlækningum. Gætum vel að heilbrigði beina okkar.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Beinverndar.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.