Ábending um að papparör geti verið varasöm ungum börnum
Mjólkursamsalan hefur fengið ábendingu frá Herdísi Storgaard, sérfræðingi í slysavarna barna, um að papparör geti mögulega verið varasöm ungum börnum ef þau naga rörin og tökum við þeim ábendingum mjög alvarlega. Við erum að skoða leiðir til að koma á framfæri skilaboðum til foreldra um rörin.
Skv. reglum frá Evrópusambandinu er notkun plaströra bönnuð, en tilskipun þess efnis tók gildi í júlí 2021, og var fyrirtækjum gert að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni kosti á borð við papparör og því gat Mjólkursamsalan ekki boðið viðskiptavinum sínum upp á plaströrin lengur, frekar en önnur evrópsk og íslensk fyrirtæki.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.