Fréttir

02.11.2018 | Sala er hafin á jólavörum MS

Sala á hinum vinsælu jólavörum Mjólkursamsölunnar er hafin. Viðtökur síðustu ára hafa verið mjög góðar og eru þessar vörur orðnar fastur liður í aðdraganda jóla.

01.11.2018 | MS fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með fullveldisfernum

Þann 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki og er því nú fagnað árið 2018 að 100 ár eru liðin frá þessum merku tímamótum. Mjólkursamsalan fagnar aldarafmælinu með því að birta margvíslegan fróðleik um hið viðburðaríka fullveldisár 191...

31.10.2018 | MS styrkir Samtök móðurmálskennara

Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili afmælishátíðar Samtaka móðurmálskennara. Samtökin fögnuðu á þessu ári 40 ára afmæli starfsemi sinnar og af því tilefni var haldin samkeppni meðal framhalds- og grunnskólanema um texta og efnt til málþings um í...

25.10.2018 | Landstilboð á Heimilis rifnum osti

Heimilis rifni osturinn er aftur kominn í 370 g poka. Af því tilefni hófst landstilboð á ostinum frá miðvikudeginum 24. október og stendur það yfir á meðan birgðir endast.

19.10.2018 | Kókómjólkin komin í jólabúning

Kókómjólkin er komin í jólabúning og er á leiðinni í verslanir en pökkun á jólakókómjólk hófst í vikunni. Jólaleikur Klóa 2018 er þar með hafinn á kokomjolk.is en lukkumiða er að finna í hverri Kókómjólkursexu.

19.10.2018 | Landstilboð á samlokuosti í sneiðum

Föstudaginn 19. október hefst landstilboð á samlokuosti í sneiðum. Allir ostar á tilboði eru sérstaklega merktir og er um takmarkað magn að ræða.

16.10.2018 | Ostóber – íslenskir ostadagar 15.-31. október

Í Ostóber fagnar Mjólkursamsalan gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta með því að bregða á leik með völdum veitingastöðum og sælkerabúðum um land allt. Samstarfsaðilar okkar í þessu nýstárlega og skemmtilega verkefni hafa algjörlega frjálsar hendur...

16.10.2018 | Nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun á Blönduósi

Nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum var formlega tekið í notkun á Blönduósi þann 6. október sl. Það var í upphafi síðasta árs sem Ámundakinn, Auðhumla, KS og MS undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu á nýju þjónu...

12.10.2018 | Innköllun á rifnum Heimilisosti 450g

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla allan rifinn Heimilisost í 450g pakkningum. Neytendum sem keypt hafa rifinn Heimilisost í gölluðum umbúðum er bent á að skila honum þangað sem hann var keyptur. Mjólkursamsalan biður neytendur...

09.10.2018 | Mjólkursamsalan á Landbúnaðarsýningunni

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll dagana 12.-14. október en markmið hennar er að kynna íslenskan landbúnað fyrir almenningi og á sama tíma að leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Mjólku...