MS Egilsstöðum óskar eftir bílstjóra í fast starf
Mjólkursamsalan (MS) leitar af jákvæðum og duglegum einstaklingi til þess að sinna starfi bílstjóra við starfsstöðina á Egilsstöðum.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Vörudreifing og þjónusta við viðskiptavini
• Mjólkursöfnun frá bændum
• Umhirða bifreiða
• Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann
Hæfniskröfur
• Meirapróf C skilyrði
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur
• Hæfni til að tjá sig á íslensku
• Jákvæðni, dugnaður og góð samskiptahæfni
• Þjónustulund, stundvísi og sjálfstæði í starfi
• Geta til að vinna vel undir álagi
• Hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 5. desember
Nánari upplýsingar um starfið má finna hér
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.