Fréttir

30.11.2020 | Jólaþrenna úr Dölunum - skemmtileg viðbót á veisluborðið

Nú er þessi bragðgóða þrenning komin aftur á markað! Jólaþrenna úr Dölunum er skemmtileg viðbót á veisluborðið á aðventunni eða bara til að narta í yfir uppáhalds jólamyndinni. Dala Brie, Dala Höfðingi og Dala Kastali eru hér saman í handhægri og fallegri öskju sem hentar líka fullkomlega sem gjöf til vina eða vandamanna í aðdraganda jólanna.

27.11.2020 | MS styrkir góðgerðarfélög um 2 milljónir fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan hefur í ár líkt og undanfarin ár lagt hjálparsamtökum lið fyrir jólin. Að þessu sinni úthlutaði fyrirtækið 2 milljónum króna í formi vöruinneigna og peninga til fimm góðgerðarfélaga en félögin sem hlutu styrk í ár voru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar (í samstarfi við önnur hjálparsamtök á Akureyri), Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf Kirkjunnar. Fjölmargar matargjafir fara frá félögunum fyrir jól en þar verður að finna meðal annars mjólk, smjör og osta frá Mjólkursamsölunni. Mikið og þarft starf er unnið á fjölmörgum stöðum á landinu í óvenjulegum aðstæðum og er það von Mjólkursamsölunnar að styrkirnir nýtist sem best.

24.11.2020 | Ísey skyr í útrás til Frakklands

Ísey skyr útrásin heldur áfram og er einstaklega gaman að segja frá því að núna í nóvember bættist Frakkland við í hóp þeirra landa þar sem Ísey skyr er fáanlegt. Það eru um 800 verslanir Casino sem hafa tekið Ísey skyr í sölu og fjölgar þeim í 2000 verslanir þann 1. janúar 2021. Ísey skyr fæst nú í 20 löndum víðsvegar um heiminn vex hróður þess jafnt og þétt eftir því sem fjölgar í hópnum. Við erum einstaklega stolt af þessum stórkostlega árangi sem náðst hefur enda er um að ræða mikla viðurkenningu fyrir Mjólkursamsöluna og Ísey skyr.

19.11.2020 | D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

19.11.2020 | Jólavörur MS - leyfum okkur smá...

Jólavörur MS eru nú allar komnar í verslanir en þær hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda undanfarin ár og orðnar fastur liður í aðdraganda jóla hjá mörgum þar sem þær lífga upp á skammdegið og gleðja börn og fullorðna. Þær vörur sem um ræðir eru Jóla-Engjaþykkni, Jólajógúrt, Jólaostakaka, Hátíðarostur, Jóla-Yrja, Jóla-Brie og Jóla gráðaostur, að ógleymdri Jólamjólkinni en fernurnar prýða myndir af jólasveinunum þrettán eftir myndlistarmanninn Stephen Fairbairn.

16.11.2020 | Dagur íslenskrar tungu - Viltu tala íslensku við mig?

Á degi íslenskrar tungu er gaman að segja frá því að Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili átaksins Viltu tala íslensku við mig? sem stendur yfir í nokkrum grunnskólum landsins um þessar mundir. Átakinu er ætlað að hvetja til samskipta á íslensku, ekki síst við þau sem eru að læra málið og vilja æfa sig. Það er Íslenskuþorpið, kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, sem leiðir átakið og býður það upp á tækifæri til umræðu um íslenskuna og undirstrikar mikilvægi tungumálsins fyrir okkur öll í samfélaginu.

16.11.2020 | Okkar mál er skrifað í stjörnurnar - dagur íslenskrar tungu

Mjólkursamsalan sendir landsmönnum öllum hamingjuóskir í tilefni dags íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og er hann fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta ljóðskálds Íslendinga. Líkt og í fyrra viljum heiðra sérstaklega nokkra af þeim fjölmörgu rithöfundum, tónlistarmönnum og -konum sem gera íslensku hátt undir höfði í listsköpun sinni og hvetjum um leið aðra til að leggja rækt við móðurmálið og nota íslenskuna sem víðast, því henni eru engin takmörk sett.

13.11.2020 | LGG+ verndar gegn kvefi

Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðarbúa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður um það bil 200 sinnum fengið kvef á ævinni. Tíðni kvefs lækkar þó með aldrinum og börn fá mun oftar kvef en fólk á efri árum. Rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sérstaklega hjá börnum.

12.11.2020 | ATH! Fölsuð Facebook síða í nafni Gott í matinn

Upp komst upp falsaða Gott í matinn Facebook síðu seint á fmmtudagskvöldið 12. nóvember. Síðan líkist mjög Gott í matinn síðu MS og þar er leikur sem minnir mjög á leik sem er í gangi á okkar síðu. Markmiðið með fölsuðu síðunni er að safna persónuupplýsingum og kreditkortanúmerum svo ALLS ekki skrá ykkur, svara skilaboðum eða vinabeiðnum í nafni Gott í matinn!

11.11.2020 | Jólaostakakan

Jólaostakakan er nú komin aftur á markað og mun án efa gleðja marga. Hún er einstaklega ljúffeng og verður enn betri með þeyttum rjóma.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?