Prev Next

Sígild vara, sígild hönnun

Ostakjallarinn kynnir - Frostrós
Vörunýjungar

Ostakjallarinn kynnir - Frostrós

Frostrós er nýjasti osturinn í Ostakjallaranum en um er að ræða tignarlegan ost af Gouda ætt sem er ætlað að gleðja þig og aðra ostaunnendur yfir hátíðarnar og fyrstu vikur nýs árs meðan myrkasti vetrartími ársins gengur yfir. Hann er framleiddur í takmörkuðu upplagi og því um að gera að ná sér nokkur stykki af þessum eðalosti. Bragðlega er hann mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana við hvern bita. Mjúk áferðin og kröftugt eftirbragð gera hann í einu orði sagt ómótstæðilegan.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Nokkur orð um hollustu mjólkur
Heilsugreinar

Nokkur orð um hollustu mjólkur

Mjólk er eitt næringarríkasta einstaka matvæli sem völ er á. Það er því ekki að undra að almennar ráðleggingar um mataræði hafi almennt mjólkurmat sem hluta af heilsusamlegu mataræði. Embætti landl...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

10.03 | Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

Íslenskur Twaróg er nýr ferskur ostur sem verður sífellt vinsælli víða um heim, en hann á rætur að rekja til Póllands þar sem hann er meðal þekktustu matvara landsins. Vinsældir ostsins hafa farið vaxandi á heimsvísu síðustu ár og er því einkar ánægjulegt að geta loksins boðið upp á íslenska útgáfu af honum hér á landi. Twaróg  er ferskur og bragðmildur ostur með rjómakenndu bragði sem nýtist á afar fjölbreyttan hátt. Hann er til að mynda afar vinsæll sem álegg á brauð með ýmsu grænmeti, kryddjurtum og pestói.

Öskudagur í Mjólkursamsölunni

28.02 | Öskudagur í Mjólkursamsölunni

Eftir tveggja ára bið getum við loksins tekið á móti hressum krökkum á öskudaginn 2. mars og óhætt að segja að við hlökkum mikið til! Starfsfólk Mjólkursamsölunnar hlakkar mikið til að hitta syngjandi káta krakka og eru börnin boðin velkomin frá kl. 8 til 16 á starfsstöðvum fyrirtæksins í Reykjavík og Akureyri. Sjáumst á öskudaginn, krakkar!

Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

21.02 | Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar í The British Medical Journal sem leiddi í ljós að aukin mjólkurneysla minnkar verulega áhættuna á beinbrotum hjá eldra fólki. Beinbrotum fækkaði um þriðjung, mjaðmabrotum um 46% og byltum um 11% með aukinni neyslu mjólkurvara.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?