Prev Next

Ostakörfur frá MS

Nýtt frá MS – Kryddostur með Camembert sem smellpassar í sósuna
Vörunýjungar

Nýtt frá MS – Kryddostur með Camembert sem smellpassar í sósuna

Nýjasti osturinn frá MS er kryddostur með Camembert sem kemur skemmtilega á óvart. Ólíkt hefðbundnum Camembert ostum bakast hann og bráðnar einstaklega vel og hentar því sérstaklega vel í matargerð af ýmsu tagi. Ostinn er upplagt að rífa og nota til að bragðbæta sósur, hann bráðnar vel og smellpassar á pizzur og fjölbreytta ofnrétti, svo má skera hann í teninga og baka í ofni með hnetum og sírópi. Þá er ótalin sú staðreynd að osturinn smakkast dásamlega einn sér og nýtur sín vel niðursneiddur ofan á hvers kyns brauði og kexi.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Nokkur orð um hollustu mjólkur
Heilsugreinar

Nokkur orð um hollustu mjólkur

Mjólk er eitt næringarríkasta einstaka matvæli sem völ er á. Það er því ekki að undra að almennar ráðleggingar um mataræði hafi almennt mjólkurmat sem hluta af heilsusamlegu mataræði. Embætti landl...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Breiðablik og Víkingur R Mjólkurbikarmeistarar 2021

21.10 | Breiðablik og Víkingur R Mjólkurbikarmeistarar 2021

Nú í október réðust úrslit í Mjólkurbikar kvenna og karla og er óhætt að segja að sannkölluð markaveisla hafi einkennt báða úrslitaleiki. Kvennalið Breiðabliks sigraði Þrótt 4-0 þann 1. október og karlalið Víkings R. lagði ÍA 3-0 þann 16. október. Við óskum báðum liðum innilega til hamingju með eftirsóttan Mjólkurbikarameistaratitil og þökkum öllum þátttökuliðum fyrir frábært fótboltasumar!

Úrslit í Mjólkurbikar karla - áhugasamir geta fengið miða

12.10 | Úrslit í Mjólkurbikar karla - áhugasamir geta fengið miða

Laugardaginn 16. október næstkomandi fer fram úrslitaleikur í Mjólkurbikar karla. ÍA og Víkingur munu þar eigast við og má búast við hörkuspennandi leik.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður leikið á Laugardalsvellinum. Áhugasamir geta fengið miða á leikinn.

Nýtt eldfjallaskyr frá Ísey!

12.10 | Nýtt eldfjallaskyr frá Ísey!

Ísey skyr kynnir nú sérstaka eldgosaútgáfu! Um er að ræða nýja sérútgáfu sem einungis verður á markaði í takmarkaðan tíma. Nýja bragðtegundin er karamellupopp og þykir hún einstaklega bragðgóð.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?