Pastaréttir og bökur > Laukbaka með beikoni

Laukbaka með beikoni

Frábær baka með grænmetissalati.

Matreiðsluleiðbeiningar

Deig:
Leysið ger upp í volgri mjólk, bætið í olíu(má nota brætt smjör í staðinn) og eggi.  Setjið hveiti og krydd út í og hnoðið.
Fletjið út og setjið í mót, 20x30 sm, vel upp með börmum. Látið lyfta sér á meðan fyllingin er búin til.

Fylling:
Skerið beikon í strimla, laukinn í sneiðar og brúnið á pönnu í 5-10 mín. eða þar til hvoru tveggja er ljósbrúnt.  Blandið saman sýrðum rjóma og eggjum ásamt kryddi og rifnum osti.
Dreifið laukblöndunni yfir kökuna í mótinu og hellið sýrðu rjómablöndunni þar yfir.
Bakið í ofni við 200°C í 25-30 mín.Hráefni fyrir Uppfæra hráefnalista Setja í mína uppskriftabók
Skoða mína uppskriftabók/innkaupalista
 

deig

250 g hveiti
3 msk olía
1 egg
1 tsk salt
1,5 dl mjólk
2 tsk þurrger
 

fylling

4 laukur/ar (stór/ir)
2 rauðlaukur/ar
200 g beikon
1 msk olía
0,125 tsk svartur pipar
0,5 tsk salt
1 tsk mejram
1 ds sýrður rjómi (10 eða 18%)
2 egg
150 g 26% ostur (gouda)

Leitarvél
Leitaðu að þinni eftirlætis uppskrift!

 
Senda inn uppskrift
Sendu inn uppskrift inniheldur
vöru(r) frá MS og þú gætir unnið glæsilega ostakörfu. Smelltu hér
Mitt svæði
Gómsætar uppskriftir til þín
Gakktu í Netklúbbinn og við sendum þér nýjar uppskriftir reglulega. Þú getur búið til þína eigin uppskriftabók. Skráðu þig núna!

Ef þú ert skráður/skráð í netklúbb Gott í matinn er ekki nauðsynlegt að skrá þig aftur.

Netfang:
Lykilorð:
Nýskráning Gleymt lykilorð