> Marsípanhjúpuð veisluterta

Marsípanhjúpuð veisluterta

Tilvalin í fermingarveislurnar eða aðrar stórar veislur.

Matreiðsluleiðbeiningar

Þeytið egg og sykur í stífa froðu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman við og blandið varlega saman. Búið til þrjú bréfmót u.þ.b. 30-40 sm. Bakið botnana við 200°C í 10-12 mín. Hvolfið þeim á sykurstráðan pappír.


Jarðarberjafylling:
Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn. Þeytið rjómann. Hreinsið jarðarber og skerið í bita. Blandið sultunni og rifsberjahlaupi saman við rjómann. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það í vatnsbaði. Kælið og þynnið matarlímið með 2 msk af köldu vatni. Blandið matarlíminu saman við rjómann, hrærið rösklega. Bætið jarðarberjunum saman við síðast. Látið fyllinguna stífna um stund í kæli.

Sérrífylling:
Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn. Þeytið egg og sykur í stífa froðu. Sigtið safann frá ávöxtunum og notið hann til þess að væta kökubotnana. Þeytið rjóma og hellið vatninu af matarlíminu. Bræðið matarlímið í vatnsbaði, kælið og þynnið með sérríinu. Blandið púðursykri saman við eggjahræruna og síðan matarlíminu, hrærið vel í. Bætið ávöxtum og þeyttum rjóma út í og látið fyllinguna stífna í kæli um stund. Jafnið jarðarberjafyllingu á neðsta botninn og sérrífyllingu á þann næsta, vætið botnana nema þann efsta. Geymið hana á köldum stað í 6-8 tíma áður en marsípanið er lagt á. Smyrjið tertuna með þunnu lagi af þeyttum rjóma til þess að slétta hana og marsípanið falli betur að. Notið u.þ.b. 1 kg af marsípani - takið 200 g frá í skreytingar ásamt utanafskurð. Fletjið marsípanið út í þunna köku á milli arka af bökunarpappír og þekið að utan. Í flestum bakaríum er einnig hægt að kaupa útflatt marsípan miðað við þarfir hvers og eins.


Hráefni fyrir Uppfæra hráefnalista Setja í mína uppskriftabók
Skoða mína uppskriftabók/innkaupalista
 

3 botnar

10 egg
350 g sykur
350 g hveiti
2,5 tsk lyftiduft
 

jarðberjafylling

350 g fersk jarðarber
7,5 dl rjómi
4 msk jarðarberjasulta
4 msk rifshlaup
5 bl matarlím
2 msk vatn
 

sérrífylling

2 egg
65 g sykur
15 g púðursykur
3 dl rjómi
0,5 ds blandaðir ávextir
5 bl matarlím
3,5 msk sérrí

Leitarvél
Leitaðu að þinni eftirlætis uppskrift!

 
Senda inn uppskrift
Sendu inn uppskrift inniheldur
vöru(r) frá MS og þú gætir unnið glæsilega ostakörfu. Smelltu hér
Mitt svæði
Gómsætar uppskriftir til þín
Gakktu í Netklúbbinn og við sendum þér nýjar uppskriftir reglulega. Þú getur búið til þína eigin uppskriftabók. Skráðu þig núna!

Ef þú ert skráður/skráð í netklúbb Gott í matinn er ekki nauðsynlegt að skrá þig aftur.

Netfang:
Lykilorð:
Nýskráning Gleymt lykilorð