Forréttir > Blómkálssúpa

Blómkálssúpa

Tilvalinn forréttur á jólunum.

Matreiðsluleiðbeiningar

Vatn og salt hitað að suðu. Blómkálið er þvegið, skipt niður í litla stilka, sett út í sjóðandi vatnið og soðið í u.þ.b. 5 mín. Sigtið blómkálsstilkana frá soðinu. Bræðið smjörið í potti, bætið karrýinu og súpukraftinum út í og látið krauma litla stund. Bætið hveitinu út í og jafnið með soðinu af blómkálinu. Setjið síðan rjómann út í og bragðbætið með Season all. Að síðustu eru blómkálsstilkarnir settir út í og súpan hituð að suðu. Borið fram með grófu snittubrauði og smjöri.

Hráefni fyrir Uppfæra hráefnalista Setja í mína uppskriftabók
Skoða mína uppskriftabók/innkaupalista
 

blómkálssúpa

1 blómkálshöfuð
1 l vatn
1 tsk salt
50 g smjör
40 g hveiti
1 tsk karrý
2 tsk súpukraftur
1 dl rjómi
1 skm salt
1 skm season all

Leitarvél
Leitaðu að þinni eftirlætis uppskrift!

 
Senda inn uppskrift
Sendu inn uppskrift inniheldur
vöru(r) frá MS og þú gætir unnið glæsilega ostakörfu. Smelltu hér
Mitt svæði
Gómsætar uppskriftir til þín
Gakktu í Netklúbbinn og við sendum þér nýjar uppskriftir reglulega. Þú getur búið til þína eigin uppskriftabók. Skráðu þig núna!

Ef þú ert skráður/skráð í netklúbb Gott í matinn er ekki nauðsynlegt að skrá þig aftur.

Netfang:
Lykilorð:
Nýskráning Gleymt lykilorð