> Humar Newburg

Humar Newburg

Matreiðsluleiðbeiningar

Látið laukinn krauma í smjörinu þar til hann er mjúkur og glær. Bætið hveiti, salti og cayennepipar út í og blandið vel saman. Blandið rjómanum saman við og hrærið vel saman. Bætið humrinum út í og látið suðuna koma upp og látið sjóða í 2-3 mín. Sláið eggjarauðunum sundur í skál og setjið örlítið af heitri sósunni saman við og hellið síðan í pottinn aftur. Bætið shérrýinu ( má nota madeira) út í ,hitið að suðu og hrærið í allan tímann en látið ekki sjóða. Berið fram í litlum skeljum eða kollum.

Hráefni fyrir Uppfæra hráefnalista Setja í mína uppskriftabók
Skoða mína uppskriftabók/innkaupalista
 

Humar Newburg

50 g smjör
2 stk laukur saxaður
1 msk hveiti
0,5 tsk salt
0,1 stk paprika
0,1 tsk cayennepipar
4 dl rjómi dl
3,6 stk eggjarauður
500 g humar
2 msk sherry

Leitarvél
Leitaðu að þinni eftirlætis uppskrift!

 
Senda inn uppskrift
Sendu inn uppskrift inniheldur
vöru(r) frá MS og þú gætir unnið glæsilega ostakörfu. Smelltu hér
Mitt svæði
Gómsætar uppskriftir til þín
Gakktu í Netklúbbinn og við sendum þér nýjar uppskriftir reglulega. Þú getur búið til þína eigin uppskriftabók. Skráðu þig núna!

Ef þú ert skráður/skráð í netklúbb Gott í matinn er ekki nauðsynlegt að skrá þig aftur.

Netfang:
Lykilorð:
Nýskráning Gleymt lykilorð