Gæðastefna

 

1. Mjólkursamsalan grundvallar starfsemi sína á fyrsta flokks hráefni
og vandaðri framleiðslu í sátt við umhverfi sitt og íslenska náttúru. 

2. Gæðastefna Mjólkursamsölunnar miðast við að vörur og þjónusta
fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma skilgreindar væntingar og þarfir
viðskiptavina, samstarfsaðila og eigenda.

3. Mjólkursamsalan ætlar sér forystuhlutverk í stöðugt virkara
samkeppnisumhverfi. Hún er leiðandi á sínu sviði hvað varðar vöruþróun,
nýsköpun og tæknivæðingu í framleiðslu og þjónustu. Fyrirtækið
kappkostar að skila samkeppnishæfri vöru og tryggja viðunandi
rekstrarafkomu með vakandi auga fyrir hvers kyns hagræðingar-
möguleikum og viðbótarnýtingu tækja og mannafla til margþættrar
matvælaframleiðslu.

4. Gæðastjórnun Mjólkursamsölunnar er samstarfsverkefni alls
starfsfólks fyrirtækisins. Framkvæmdastjórar þess bera ábyrgð á
því ásamt forstjóra að hvatning, þjálfun og upplýsingastrerymi sé
eins og best verður á kosið og að fyrirtækið reynist starfsfólki sínu
góður vinnustaður. Það er einnig á þeirra ábyrgð að daglegt starf í
Mjólkursamsölunni sé í samræmi við þá gæðasýn og – stefnu sem
samþykkt hefur verið.

5. Mjólkursamsalan leggur áherslu á að sátt sé um uppbyggingu og
rekstur fyrirtækisins og skilningur ríki á mikilvægi þess fyrir íslenska
þjóð. Til þess að svo sé þarf að vaka yfir ímynd Mjólkursamsölunnar,
varðveita vistvæna framleiðsluhætti og stuðla að eðlilegu upplýsingaflæði
um rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni og árangur. Á sama hátt er
mikilvægt að rækta tengsl fyrirtækisins við fólkið í landinu, íslenska náttúru
og menningu þjóðarinnar.