Endurvinnsla og umhverfismál

 MS vinnur með náttúrunni
MS leggur áherslu á gæðaframleiðslu í sátt við náttúruna og umhverfið, enda eru umhverfismál meðal forgangsmála fyrirtækisins.
MS hefur það að markmiði að minnka losun á úrgangi út í umhverfið, minnka orkunotkun og bæta hráefnisnýtingu. Við hönnun og val á umbúðum er sérstaklega tekið tillit til þessara þátta.

Umhverfisvænar pappafernur
Pappafernur eru endurvinnanlegar og notkun trjáskógar við framleiðslu þeirra er skilað margfalt til baka með nýrri trjárækt. Pappafernur fyrir mjólk og mjólkurvörur eru því í ýmsum skilningi umhverfisvænar. Þær eru léttar í flutningi og lögunin leyfir mikið magn á flutningabílum sem fara því færri ferðir og minna af eldsneytisútblæstri fer út í andrúmsloftið.

Endurvinnsla á pappafernum - sjá myndand

Tappann í endurvinnsluna
Tappa á fernum þarf ekki að fjarlægja áður en farið er með fernurnar í endurvinnsluna. Þeir eru endurvinnanlegir rétt eins og umbúðirnar sjálfar. Skolið fernuna að innan
með vatni og fletjið hana út. Skilið umbúðunum í bláa tunnu eða pappírsgám.Tappinn má fylgja með.