Umhverfis- og gæðamál

 

Við hjá MS gerum sér ljósa grein fyrir þeim umhverfisáhrifum
sem tengjast starfsemi fyrirtækisins og eru umhverfismál eitt af
forgangsmálum í rekstri fyrirtækisins. Við höfum það að
markmiði að minnka losun á úrgangi út í umhverfið, minnka
orkunotkun og bæta hráefnisnýtingu. Við hönnun og val á umbúðum
er sérstaklega tekið tillit til þessara þátta. Þá er æskilegt að tómar
umbúðir staflist vel þannig að þær taki sem minnst pláss í flutningi og
að efnið í þeim sé með þeim hætti að það valdi sem minnstum
umhverfisspjöllum. Fyrirtækið hvetur einnig neytendur til endurvinnslu 

 

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hreinleiki íslensku mjólkurinnar er
einn sá mesti sem þekkist. Íslenskar kýr nærast á kjarngóðu fóðri
enda er landið hreint og ómengað. Gróðurvernd og sjálfbær nýting
einkenna bústörf í sveitum landsins og fagleg vinnubrögð íslenskra
bænda tryggja gæði afurðanna.

Til að fylgjast með gæðum og tryggja öryggi framleiðsluvaranna er
ástundað strangt gæðaeftirlit í gegnum framleiðsluferlið, allt frá
mjólkurframleiðendum og birgjum til viðskiptavina. Fagmenn, vel
upplýst starfsfólk og ekki síst rannsóknarstofur MS gegna þarna lykilhlutverki.
Fjöldi starfsmanna sinnir beinu gæðaeftirliti fyrir utan allt það starfsfólk sem
fylgist vel með á meðan það vinnur að framleiðslu varanna.

Allar mjólkurstöðvar MS eru undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar.
Allar starfsstöðvar MS eru á samþykktarlista fyrir útflutning á Evrópumarkað
og koma fulltrúar frá eftirlitsstofnunum EFTA og Evrópusambandsins reglulega
í úttektir hingað til lands.

 

Gæðastefnan er í sátt við umhverfið er lykillinn að því að tryggja öryggi og gæði
varanna. Fylgt er ströngum gæðakröfum og gerðar eru rannsóknir og mælingar á
fjölda gæðaþátta víða í framleiðslukeðjunni til að tryggja að vörurnar séu ætíð
af sem bestu gæðum.

Fyrirtækið hefur það að markmiði að minnka losun á úrgangi út í umhverfið, minnka
orkunotkun og bæta hráefnisnýtingu.