Vöruþróunarstefna MS

Mjólk er ein næringarríkasta fæða sem völ er á. Hún er góður prótein- og kalkgjafi, sem er afar mikilvægt fyrir vöxt og viðhald beina.
MS hefur ávallt lagt ríka áherslu á þróun og sölu afurða sem uppfylla þarfir og óskir neytenda. Í vöruþróunarstarfi undanfarinna ára hefur mikil áhersla verið lögð á að sykurminni vörur og hefur verið dregið úr sykri í fjölmörgum bragðbættum vörum. Á undanförnum árum hafa nokkrar slíkar vörur litið dagsins ljós, eins og sykurskert Kókómjólk og sykurminna Skólajógúrt, auk þess sem dregið hefur verið úr sykri í vöruflokkum á borð við Skyr.is, Óskajógúrt og Húsavíkurjógúrt.
Vöruþróunarteymi MS leggur áherslu á að bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval og MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt.  Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.


Embætti landlæknis í samstarfi við Matvælastofnun framkvæmir ítarlegar rannsóknir á mataræði Íslendinga á um tíu ára fresti. Í síðustu landskönnun á mataræði Íslendinga tóku 1312 manns á aldrinum 18-80 ára þátt. Þegar skoðað er hvaðan Íslendingar fá viðbættan sykur í fæðunni kemur í ljós að lítinn hluti af viðbættum sykri kemur úr bragðbættum mjólkurvörum eða um 6% Um 80% af viðbættum sykri í fæði fullorðinna koma úr gos- og svaladrykkjum, sælgæti, kökum, kexi og ís, þar af tæpur helmingur úr gos- og svaladrykkjum.
Þrátt fyrir landsmenn fái einungis um 6% af sykri úr mjólkurvörum tekur MS hlutverk sitt alvarlega og gerir ráð fyrir að auka enn frekar úrval sykurminni og kolvetnaskertra mjólkurvara.