Nýsköpun og vöruþróun

 


Mjólkursamsalan sér neytendum fyrir ferskum og hollum vörum tilbúnum til
neyslu sem mæta þörfum neytenda hvað varðar fjölbreytni, hollustu og lífsstíl. Í framboði MS er fjölbreytt úrval osta, drykkjarvara, mjólkurrétta og smjörvara, alls yfir 300 vörutegundir.

Mjólkursamsalan hefur ávallt lagt mikla áherslu á nýsköpun og vöruþróun og árlega koma u.þ.b. 30 nýjungar á markað frá fyrirtækinu. Fyrirtækið er án efa framsæknasta matvælafyrirtæki landsins hvað varðar vöruþróun og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á því sviði. Við vöruþróun er leitast við að uppfylla þarfir neytenda með hliðsjón af mataræðisráðleggingum heilbrigðisyfirvalda og er fjölbreytnin höfð að leiðarljósi í vöruúrvali fyrirtækisins.
Þessi þróun hefur átt sér stað um árabil og skilað sér í mjólkurvörum með minna fituinnihaldi og heilnæmum gerlum auk þess sem umbúðir verða sífellt hentugri. Til að koma til móts við óskir neytenda hefur Mjólkursamsalan
á undanförnum árum lagt mesta áherslu á að auka framboð á sykurminni
vörum og vörum án sætuefna og hefur þeim verið vel tekið.

Afurðir hreinnar náttúru

Mjólkursamsalan leggur mikinn metnað í að framleiða einungis hágæðavörur fyrir neytendur í sátt við náttúruna og umhverfið.Reynsla og þekking, ásamt metnaði og frumkvæði eru þættir sem hafa gert það að verkum að MS skipar sér í forystusveit á íslenskum matvælamarkaði.