Samfélagsleg ábyrgð

Mjólkursamsalan hefur um árabil lagt metnað í að styðja við góðmálefni
og hefur megináherslan verið á íslenska tungu og málefni sem varða hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

Íslenska er okkar mál

Frá árinu 1994 hefur Mjólkursamsalan beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins
á grundvelli samstarfssamnings við Íslenska málnefnd þar sem markmiðið
er að örva umræðu um íslenskt mál og efla þekkingu á því.
Kjörorð Mjólkursamsölunnar í þeirri vinnu er Íslenska er okkar mál.

Um árabil hafa verið birtir textar af ýmsu tagi á mjólkurumbúðum, ábendingar
um gott málfar, útskýringar á orðtökum og fallega skrifaðir textar, svo eitthvað sé nefnt.

Mjólkursamsalan hefur einnig unnið að sérstökum verkefnum á borð við ljóðavefinn
www.jonas.ms.is sem var unninn í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu
Jónasar Hallgrímssonar árið 2007.

 

Önnur verkefni

Af öðrum verkefnum má nefna að Mjólkursamsalan er aðili að samstarfi við Beinverndarsamtökin og Íþróttakennarafélag Íslands. MS á í samstarfi við Embætti landlæknis um skilaboð á
mjólkurfernum sem hvetja til bættrar lýðheilsu. Enn fremur styður
fyrirtækið við aðila á borð við Félag kaffibarþjóna, auk þess að styðja
við góðgerðarstarfsemi af ýmsu tagi. Jafnframt leggur fyrirtækið áherslu
á að styðja við íþróttastarf og hvetja til hreyfingar og holls mataræðis.