Upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppninStóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í fjöldamörg ár en verkefnið hófst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Keppnin hefst ár hvert á þessum degi og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu.

Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Það bætir almennan lesskilning barna og unglinga og eflir sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Einnig er verkefnið hvetjandi fyrir nemendur með lestrarerfiðleika.